Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. júlí 2021 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Donnarumma til PSG (Staðfest)
Mynd: EPA
PSG er búið að staðfesta komu ítalska landsliðsmarkvarðarins Gianluigi Donnarumma á fimm ára samning.

Donnarumma er af mörgum talinn til bestu markvarða heims og stóð vaktina frábærlega á nýloknu Evrópumóti þar sem hann var valinn besti leikmaður mótsins.

Hann á 33 landsleiki að baki þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. Hann hefur alla tíð leikið fyrir AC Milan og á 251 leik að baki fyrir félagið. Donnarumma er því hokinn reynslu þrátt fyrir ungan aldur.

Donnarumma komst ekki að samkomulagi við AC Milan um nýjan samning og valdi að skrifa undir hjá PSG, þar sem hann mun fá ansi góðan launapakka með Mino Raiola sem umboðsmann.

Það er engin vöntun á góða markverði í París því Keylor Navas, Alphonse Areola og Sergio Rico eru allir hjá félaginu. Ef það er ekki nóg þá eru markverðirnir Marcin Bulka, Alexandre Letellier, Denis Franchi og Garissone Innocent einnig samningsbundnir PSG.
Athugasemdir
banner