Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. júlí 2021 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður Grindavíkur greindist smitaður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn leikmaður Grindavíkur greindist í gær smitaður með Covid-19 veiruna.

Þetta staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur við Fótbolta.net í morgun.

„Það kemur allt í ljós hvaða áhrif þetta hefur. Við látum daginn líða, bíðum og sjáum. Það var ekki skipulögð æfing í dag," sagði Bjössi.

Aðrir leikmenn hafa ekki verið skipaðir í sóttkví til þessa.

Grindavík er í fjórða sæti Lengjudeildar karla en áætlað er að liðið muni mæta Þór á föstudaginn.

Uppfært, Grindavík sendi frá sér yfirlýsingu:
Í gærkvöldi greindist leikmaður hjá meistaraflokki karla hjá Grindavík jákvæður fyrir Covid-19 smiti. Umræddur leikmaður er bólusettur líkt og allir aðrir leikmenn meistaraflokka félagsins. Leikmaðurinn er kominn í einangrun og finnur ekki fyrir einkennum.

Næstu skref voru ákveðin í samráði við smitrakningateymi sem telur ekki þörf á því að neinn úr leikmannahópnum eða starfsliði Grindavíkur þurfi að fara í sóttkví að svo stöddu.

Stjórn félagsins og þjálfarar ákváðu í gærkvöldi að senda alla leikmenn liðsins í sýnatöku í dag til að ná strax utan um umfangið á málinu. Nú þegar hefur meirihluti liðsins og starfslið farið í sýnatöku.

Við vonum að málið fái farsælan endi þegar niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir síðar í dag. Félagið hefur nú þegar gert KSÍ og Grindavíkurbæ viðvart um málið.

Athugasemdir
banner
banner
banner