Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 14. júlí 2023 23:42
Sölvi Haraldsson
Óskar Hrafn: Erum að opna sitthvora skúffuna á þriggja daga fresti

Ég met þetta þannig að við vorum heilt yfir betri og hefðum kannski átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Þegar þú ert 1-0 yfir þá er alltaf hætta að eitthvað gerist sem gerðist ekki seinustu 10 mínúturnar. Að því að við vorum ekki búnir að gera út um leikinn þá héldu þeir í vonina og ná einni pressu þar sem þeir fá sjálfstraust og komast ofar upp á völlinn. Fyrst og fremst er ég bara ánægður frammistöðuna í dag. Við þurfum bara að nýta færin betur. Fram eru með góða leikmenn sem eru hættulegir og þurfa lítin tíma. Á þessum stað sem við erum í dag að reyna að opna sitthvora skúffuna á þriggja daga fresti. Evrópuskúffa hér og deildarskúffa þar og reyna að fókúsera að hvert verkefni að þá er ég bara mjög sáttur með það að hafa náð í þrjú stig í kvöld.“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 útisigur á Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Breiðablik

Ánægður með að Alex hafi endaði í KA

Damir var ekki í hópnum í dag, er einhver ástæða fyrir því?

Hann mieddist bara á þriðjudaginn og við vildum ekki vera að taka neina sénsa. Ég reikna með því að hann verði klár á þriðjudaginn.

Alex Freyr, leikmaður Breiðabliks, var að skrifa undir lánsamning í dag við KA, hvernig lítur framtíðin hans út hjá Breiðablik?

Vonandi kemst hann á skrið þar og fær dýrmætar mínútur. Það hefur verið erfitt að fá mínútur í Blikaliðinu, menn bara standa sig og spila. Hann er góður leikmaður og vonandi kemst hann fullur sjálfstrausti til baka til okkar í haust.

Hafðir þú einhver áhrif á það í hvaða liði hann myndi enda í?

„Nei ég var ekkert með puttann í því en ég ánægður að hann hafi endað í KA. KA er öflugt lið og eru með evrópuleiki og bikarúrslitaleik og verða að berjast í efri hlutanum. Hann verður líka að átta sig á því að það er samkeppni þar eins og annarstaðar. Hann þarf að vera á tánum og vinna sig fram fyrir leikmenn eins og Hrannar Björn og Þorra.“

Blikarnir með stóran hóp og sjá til hvað þeir gera í glugganum

Viltu vera búinn að stytta bilið milli ykkar og Vals og Víkings áður en umspilið hefst?

Ég ætla að reyna að halda mér í núinu. Á þriðjudaginn er evrópuleikur gegn Shamrock Rovers og ég get eiginlega ekki hugsað mikið lengra en það. Vissulega eru liðin þarna á undan okkur en við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa.

Er það á borðinu hjá ykkur að styrkja liðið í glugganum sem opnar eftir fjóra daga eða kalla leikmenn eins og Pétur og Eyþór til baka?

Pétur meiddist á æfingu í vikunni og er að fara í myndatöku þannig ég veit ekki hvernig staðan er á honum. Við þurfum bara að skoða með Eyþór sem er að fá dýrmætar spilamínútur hjá HK. Við erum sam alltaf að skoða í kringum okkur. Ef við finnum rétta manninn sem mun styrkja okkur í baráttunni þá skoðum við það.

Þú gerir sex breytingar á liðinu, var það til þess að hvíla sem flesta leikmenn fyrir evrópuleikinn á þriðjudaginn?

Já og líka það að allir leikmennirnir sem hafa komið inn núna hafa staðið sig vel og við búum svo vel að eiga 17 til 18 menn sem hafa fengið helling af mínútum. Það verður bara mjög dýrmætt þegar það líður á mótið og það er tilgangslaust að vera með stóran hóp ef hann er ekki notaður.“ sagi Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn á Fram en viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner