Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Sex deila gullskónum - Undrabarnið með flestar stoðsendingar
Mynd: EPA
Sex leikmenn deila gullskó Evrópumótsins þetta árið en það var Lamine Yamal sem endaði með flestar stoðsendingar eða fjórar talsins.

Harry Kane, Cody Gakpo, Dani Olmo, Ivan Schranz, Jamal Musiala og Georges Mikautadze skoruðu allir þrjú mörk á mótinu.

Kane og Olmo fengu báðir tækifæri til að vinna gullskóinn í úrslitaleiknum. Kane átti arfaslakan leik á meðan Olmo klúðraði einu dauðafæri til að tryggja sér markakóngstitilinn en endaði á að deila honum með fimm öðrum.

Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal endaði með flestar stoðsendingar eða fjórar talsins eða tveimur meira en næstu menn. Tólf voru með tvær stoðsendingar, þar á meðal Evrópumeistararnir Fabian Ruiz og Dani Olmo.


Athugasemdir
banner
banner