mið 14. ágúst 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Griezmann seldi Lacazette til Huddersfield
Lacazette og Griezmann.
Lacazette og Griezmann.
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Barcelona, birti í kvöld mynd af Arsenal-liði sínu árið 2023 í tölvuleiknum Football Manager.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Football Manager tölvuleikur sem snýst um það að stýra knattspyrnufélagi - eins og kannski nafnið gefur til kynna. Þú átt að kaupa og selja leikmenn, stilla upp í leikkerfi og margt fleira.

Margir fótboltamenn spila leikinn og er Griezmann einn þeirra.

Hann stýrir Arsenal í leiknum og er með marga góða leikmenn í sínu liði, en hann er eins og áður segir komin á árið 2023. Í liði hans eru leikmenn eins og Matthijs de Ligt, Andy Robertson, Frenkie de Jong, Joao Felix og Jadon Sancho svo einhverjir séu nefndir.

Alexandre Lacazette, liðsfélagi Griezmann í franska landsliðinu, sá sig hvergi í liðinu og ákvað að spyrja Griezmann út í það. Griezmann sagðist þá vera búinn að selja hann í Huddersfield fyrir 23,5 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner