Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 14. ágúst 2020 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Setien og Abidal verða reknir
Fréttamenn um alla Evrópu keppast við að greina frá því að Barcelona muni reka bæði Quique Setien og Eric Abidal frá félaginu eftir skelfilegt 8-2 tap gegn Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Báðir hafa þeir verið gagnrýndir harkalega fyrir störf sín hjá félaginu en Abidal hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Barca í tvö ár á meðan Setien tók við stöðu aðalþjálfara í janúar.

Gianluca Di Marzio, Fabrizio Romano, Guillem Balague og Mohamed Bouhafsi eru meðal fréttamanna sem greina frá þessum fregnum.

Þetta kemur ekki sérlega á óvart þar sem staða þeirra beggja hefur verið í hættu vegna ýmissa mála undanfarin misseri.

Balague talar um Mauricio Pochettino sem líklegan arftaka Setien.
Athugasemdir
banner