Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. ágúst 2022 14:21
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Chelsea og Tottenham: Cucurella byrjar - Óbreytt hjá Spurs
Í byrjunarliðinu.
Í byrjunarliðinu.
Mynd: EPA
Sessegnon heldur sæti sínu í liðinu hjá Spurs.
Sessegnon heldur sæti sínu í liðinu hjá Spurs.
Mynd: Getty Images

Síðari leikur dagsins og jafnframt stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni er Lundúnarslagur á milli Chelsea og Tottenham Hotspur. Leikurinn hefst klukkan 15:30 á Stamford Bridge.


Bæði lið eru með þrjú stig eftir fyrstu umferðina en Chelsea fór og sótti þrjú stig á Goodison Park gegn Everton. Eina markið í þeim leik gerði Ítalinn Jorginho af vítapunktinum.

Tottenham vann þá 4-1 heima sigur á Southampton. Eftir að liðið lenti undir snemma leiks þá svaraði það með fjórum mörkum sem komu frá Ryan Sessegnon, Eric Dier, Dejan Kulusevski og þá Mohammed Salisu sjálfsmark.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerir tvær breyingar á liði sínu. Cesar Azpilicueta  Ben Chilwell fara á bekkinn og inn koma þeir Marc Cucurella og Ruben Loftus-Cheek.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, gerir enga breytingu á sínu byrjunarliði sem vann öruggan 4-1 sigur á Southampton um síðustu helgi.

Chelsea:  Mendy, Silva, Koulibaly, James, Loftus-Cheek, Cucurella, Kante, Jorginho, Mount, Havertz, Sterling.
(Varamenn: Kepa, Pulisic, Chalobah, Broja, Ziyech, Gallagher, Hudson-Odoi, Chilwell.)

Tottenham: Lloris, Romero, Dier, Davies, Royal, Bentancur, Hojbjerg, Sessegnon, Kulusevski, Son, Kane.
(Varamenn: Forster, Doherty, Sanchez, Gil, Perisic, Richarlison, Moura, Tanganga, Bissouma.)


Athugasemdir
banner
banner
banner