Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mið 14. ágúst 2024 20:47
Þorsteinn Haukur Harðarson
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegt fyrir okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er gríðarlegur léttir bara. Við höfum verið að tapa leikjum undanfarið þar sem við höfum átt meira skilið og svo höfum við líka verið bara lélegir," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 sigur gegn Þór í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík tapað fimm leikjum í röð.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þór

"Ég var ekki að pæla í því sérstaklega að spila einhvern áferðarfallegan fótbolta í dag, sem við gerðum samt á köflum. Þrjú stig voru lífsnauðsynleg fyrir okkur. "

Hvað var hann að gera öðruvísi í dag en í seinustu leikjum? "Það kom mikið sjálfstraust með Ármanni Inga sem við fengum frá ÍA og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þann snilling. Hann spilaði vel. Að öðru leyti fannst mér strákarnir bara klárir. Mér fannst hver einasti leikmaður vera góður. Við æfðum vel og okkur líður vel."

Hvernig metur Haraldur framhaldið í deildinni? "Við erum ennþá í fallbaráttu eins og staðan er núna og erum ekki sloppnir við eitt né neitt. Við erum með fjögur lið fyrir neðan okkur sem þurfa að vera betri en við það sem eftir lifir móts. Við þurfum eitthvað fáránlegt "run" og það þarf margt að gerast til að komast í þessa úrslitakeppni svo fókusinn er ekki þar. Fókusinn er á Leikni á sunnudag. "

Allt viðtalið við Harald má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner