Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 14. ágúst 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus á eftir Edwards og Gonzalez
Nicolas Gonzalez gæti verið á leið til Juventus
Nicolas Gonzalez gæti verið á leið til Juventus
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus ætlar að sækja tvo vængmenn áður en glugginn lokar í lok mánaðar.

Thiago Motta, nýr þjálfari Juventus, vill halda áfram að styrkja hópinn fyrir komandi átök í Seríu A, en hann tók við liðinu í sumar eftir að hafa stýrt Bologna við góðan orðstír.

Juventus hefur verið á eftir Karim Adeyemi, leikmanni Borussia Dortmund, síðustu vikur, en Fabrizio Romano sagði frá því að það yrði ekkert af þeim félagaskiptum.

Félagið er því komið aftur á markaðinn í leit að tveimur vængmönnum en það vill fá þá Marcus Edwards og Nicolas Gonzalez.

Edwards er 25 ára gamall Englendingur sem hefur verið að gera það gott með Sporting í Portúgal en Gonzalez er 26 ára gamall Argentínumaður sem er á mála hjá Fiorentina og þá var hann í hóp argentínska landsliðsins sem vann Copa America í sumar.

Juventus er í beinum viðræðum við Fiorentina vegna Gonzalez og þá hefur félagið sent fyrirspurn á Sporting vegna Edwards.
Athugasemdir
banner
banner