Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mið 14. ágúst 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Kanté er ekki til sölu
Mynd: EPA
Sádi-arabíska félagið Al Ittihad hefur ítrekað það að franski miðvallarleikmaðurinn N'Golo Kanté sé ekki til sölu í þessum glugga.

Kanté var einn af bestu mönnum franska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar og hafa nokkur félög verið að horfa ti hans í glugganum.

Atlético Madríd og West Ham hafa bæði sýnt honum áhuga, en Al Ittihad hefur þó engan áhuga á að selja.

Félagið lítur á hann sem mikilvægan leikmann í uppbyggingu fótboltans þar í landi og verður hann því áfram á komandi tímabili.

Kanté er 33 ára gamall. Hann vann ensku úrvalsdeildina með bæði Chelsea og Leicester ásamt því að hafa orðið heimsmeistari með franska landsliðinu árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner