Í kvöld er heil umferð í Lengjudeild karla en allir leikirnir verða í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net. Það er mikil spenna á toppi og botni en þetta er 17. umferð deildarinnar.
ÍBV mætir ÍR og getur hrifsað toppsætið af Fjölni ef Grafarvogsliðið misstígur sig í erfiðum útileik gegn Njarðvík. Í fallbaráttunni eru einnig áhugaverðir leikir á dagskrá.
Hér að neðan má sjá hverjir dæma leiki kvöldsins og einnig hvaða leikmenn taka út leikbönn.
ÍBV mætir ÍR og getur hrifsað toppsætið af Fjölni ef Grafarvogsliðið misstígur sig í erfiðum útileik gegn Njarðvík. Í fallbaráttunni eru einnig áhugaverðir leikir á dagskrá.
Hér að neðan má sjá hverjir dæma leiki kvöldsins og einnig hvaða leikmenn taka út leikbönn.
19:15 Njarðvík-Fjölnir (Rafholtsvöllurinn)
Dómari: Elías Ingi Árnason
Varnarmennirnir Arnar Helgi Magnússon og Sigurjón Már Markússon verða báðir í banni hjá heimamönnum eftir að hafa fengið sitt fjórða gula spjald í jafnteflinu gegn Þór. Fjölnismenn verða án byrjunarliðsmanns á miðsvæðinu þar sem Daníel Ingvar Ingvarsson hefur safnað fjórum gulum spjöldum og tekur út bann.
18:00 ÍBV-ÍR (Hásteinsvöllur)
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Markahæsti leikmaður deildarinnar, Oliver Heiðarsson, verður ekki með ÍBV vegna leikbanns en hann fékk ranglega gult spjald í toppslagnum síðasta föstudag. Hjá ÍR verða Arnór Gauti Úlfarsson og Kristján Atli Marteinsson í banni.
19:15 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Leiknismenn verða án fyrirliða síns þar sem Daði Bærings Halldórsson fékk sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn Aftureldingu. Keflvíkingar verða án varnarmannsins unga Ásgeirs Helga Orrasonar sem tekur út leikbann.
18:00 Dalvík/Reynir-Afturelding (Dalvíkurvöllur)
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Bjarni Páll Linnet Runólfsson er kominn með fjögur gul spjöld og Bjartur Bjarmi Barkarson með sjö. Þeir verða báðir í banni hjá Aftureldingu í kvöld.
19:15 Þróttur R.-Grótta (AVIS völlurinn)
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Gróttumenn verða án tveggja varnarmanna þar sem Arnar Þór Helgason og Aron Bjarki Jósepsson taka út bann.
18:00 Grindavík-Þór (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Andorramaðurinn Eric Vales tekur út bann hjá heimamönnum.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir