Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   lau 14. september 2019 19:52
Kristófer Jónsson
Davíð Þór: Rauða spjaldið breytir leiknum
Davíð Þór var ósáttur með rauða spjaldið.
Davíð Þór var ósáttur með rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Víking R. í úrslitaleik Mjólkursbikars karla í dag. FH-ingar léku einum færri síðustu þrjátíu mínúturnar eftir að Pétur Viðars fékk að lýta rauða spjaldið. FH-ingar voru vægast sagt ósáttir við dóminn.

„Þetta er bara rangur dómur það er ekkert flóknara en það. Það sjá það allir að hann gerir þetta ekki viljandi og einhversstaðar verður hann (Pétur Viðars) að lenda en því miður var Guðmundur Andri fyrir honum." sagði Davíð Þór en Pétur fékk rauða spjaldið fyrir að stíga á bringu Guðmundar Andra Tryggvasonar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikill vindur blés allann leikinn.

„Mér fannst við bara solid í fyrri hálfleik á móti vindi. Þeir sköpuðu ekki mikið af færum og við spiluðum bara vel. Svo erum við klaufar að fá á okkur vítaspyrnu en það er rauða spjaldið sem að breytir leiknum."

FH-ingar lágu undir mikilli gagnrýni fyrri hluta móts en undanfarnar vikur hefur verið mikill stígandi í liðinu. Liðið er nú í baráttu um Evrópusæti en ljóst er eftir úrslit dagsins að fjórða sæti dugar ekki til þess.

„Við þurfum að ná þessu þriðja sæti bara. Það er leikur hjá okkur á miðvikudaginn sem að við þurfum að klára." sagði Davíð Þór að lokum.
Athugasemdir