
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Víking R. í úrslitaleik Mjólkursbikars karla í dag. FH-ingar léku einum færri síðustu þrjátíu mínúturnar eftir að Pétur Viðars fékk að lýta rauða spjaldið. FH-ingar voru vægast sagt ósáttir við dóminn.
„Þetta er bara rangur dómur það er ekkert flóknara en það. Það sjá það allir að hann gerir þetta ekki viljandi og einhversstaðar verður hann (Pétur Viðars) að lenda en því miður var Guðmundur Andri fyrir honum." sagði Davíð Þór en Pétur fékk rauða spjaldið fyrir að stíga á bringu Guðmundar Andra Tryggvasonar.
„Þetta er bara rangur dómur það er ekkert flóknara en það. Það sjá það allir að hann gerir þetta ekki viljandi og einhversstaðar verður hann (Pétur Viðars) að lenda en því miður var Guðmundur Andri fyrir honum." sagði Davíð Þór en Pétur fékk rauða spjaldið fyrir að stíga á bringu Guðmundar Andra Tryggvasonar.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 0 FH
Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikill vindur blés allann leikinn.
„Mér fannst við bara solid í fyrri hálfleik á móti vindi. Þeir sköpuðu ekki mikið af færum og við spiluðum bara vel. Svo erum við klaufar að fá á okkur vítaspyrnu en það er rauða spjaldið sem að breytir leiknum."
FH-ingar lágu undir mikilli gagnrýni fyrri hluta móts en undanfarnar vikur hefur verið mikill stígandi í liðinu. Liðið er nú í baráttu um Evrópusæti en ljóst er eftir úrslit dagsins að fjórða sæti dugar ekki til þess.
„Við þurfum að ná þessu þriðja sæti bara. Það er leikur hjá okkur á miðvikudaginn sem að við þurfum að klára." sagði Davíð Þór að lokum.
Athugasemdir