Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 14. september 2019 19:52
Kristófer Jónsson
Davíð Þór: Rauða spjaldið breytir leiknum
Davíð Þór var ósáttur með rauða spjaldið.
Davíð Þór var ósáttur með rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Víking R. í úrslitaleik Mjólkursbikars karla í dag. FH-ingar léku einum færri síðustu þrjátíu mínúturnar eftir að Pétur Viðars fékk að lýta rauða spjaldið. FH-ingar voru vægast sagt ósáttir við dóminn.

„Þetta er bara rangur dómur það er ekkert flóknara en það. Það sjá það allir að hann gerir þetta ekki viljandi og einhversstaðar verður hann (Pétur Viðars) að lenda en því miður var Guðmundur Andri fyrir honum." sagði Davíð Þór en Pétur fékk rauða spjaldið fyrir að stíga á bringu Guðmundar Andra Tryggvasonar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikill vindur blés allann leikinn.

„Mér fannst við bara solid í fyrri hálfleik á móti vindi. Þeir sköpuðu ekki mikið af færum og við spiluðum bara vel. Svo erum við klaufar að fá á okkur vítaspyrnu en það er rauða spjaldið sem að breytir leiknum."

FH-ingar lágu undir mikilli gagnrýni fyrri hluta móts en undanfarnar vikur hefur verið mikill stígandi í liðinu. Liðið er nú í baráttu um Evrópusæti en ljóst er eftir úrslit dagsins að fjórða sæti dugar ekki til þess.

„Við þurfum að ná þessu þriðja sæti bara. Það er leikur hjá okkur á miðvikudaginn sem að við þurfum að klára." sagði Davíð Þór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner