Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   lau 14. september 2019 19:52
Kristófer Jónsson
Davíð Þór: Rauða spjaldið breytir leiknum
Davíð Þór var ósáttur með rauða spjaldið.
Davíð Þór var ósáttur með rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Víking R. í úrslitaleik Mjólkursbikars karla í dag. FH-ingar léku einum færri síðustu þrjátíu mínúturnar eftir að Pétur Viðars fékk að lýta rauða spjaldið. FH-ingar voru vægast sagt ósáttir við dóminn.

„Þetta er bara rangur dómur það er ekkert flóknara en það. Það sjá það allir að hann gerir þetta ekki viljandi og einhversstaðar verður hann (Pétur Viðars) að lenda en því miður var Guðmundur Andri fyrir honum." sagði Davíð Þór en Pétur fékk rauða spjaldið fyrir að stíga á bringu Guðmundar Andra Tryggvasonar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikill vindur blés allann leikinn.

„Mér fannst við bara solid í fyrri hálfleik á móti vindi. Þeir sköpuðu ekki mikið af færum og við spiluðum bara vel. Svo erum við klaufar að fá á okkur vítaspyrnu en það er rauða spjaldið sem að breytir leiknum."

FH-ingar lágu undir mikilli gagnrýni fyrri hluta móts en undanfarnar vikur hefur verið mikill stígandi í liðinu. Liðið er nú í baráttu um Evrópusæti en ljóst er eftir úrslit dagsins að fjórða sæti dugar ekki til þess.

„Við þurfum að ná þessu þriðja sæti bara. Það er leikur hjá okkur á miðvikudaginn sem að við þurfum að klára." sagði Davíð Þór að lokum.
Athugasemdir
banner