Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 14. september 2019 19:52
Kristófer Jónsson
Davíð Þór: Rauða spjaldið breytir leiknum
Davíð Þór var ósáttur með rauða spjaldið.
Davíð Þór var ósáttur með rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Víking R. í úrslitaleik Mjólkursbikars karla í dag. FH-ingar léku einum færri síðustu þrjátíu mínúturnar eftir að Pétur Viðars fékk að lýta rauða spjaldið. FH-ingar voru vægast sagt ósáttir við dóminn.

„Þetta er bara rangur dómur það er ekkert flóknara en það. Það sjá það allir að hann gerir þetta ekki viljandi og einhversstaðar verður hann (Pétur Viðars) að lenda en því miður var Guðmundur Andri fyrir honum." sagði Davíð Þór en Pétur fékk rauða spjaldið fyrir að stíga á bringu Guðmundar Andra Tryggvasonar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en mikill vindur blés allann leikinn.

„Mér fannst við bara solid í fyrri hálfleik á móti vindi. Þeir sköpuðu ekki mikið af færum og við spiluðum bara vel. Svo erum við klaufar að fá á okkur vítaspyrnu en það er rauða spjaldið sem að breytir leiknum."

FH-ingar lágu undir mikilli gagnrýni fyrri hluta móts en undanfarnar vikur hefur verið mikill stígandi í liðinu. Liðið er nú í baráttu um Evrópusæti en ljóst er eftir úrslit dagsins að fjórða sæti dugar ekki til þess.

„Við þurfum að ná þessu þriðja sæti bara. Það er leikur hjá okkur á miðvikudaginn sem að við þurfum að klára." sagði Davíð Þór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner