Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. september 2019 17:04
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Öll mörkin hans Tammy voru ólík
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var kátur eftir 2-5 sigur Chelsea gegn Wolves. Hann hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leikinn en öll mörkin voru skoruð af ungum Englendingum.

Varnarmaðurinn FIkayo Tomori skoraði geggjað opnunarmark langt utan af velli og setti Tammy Abraham svo þrennu. Mason Mount skoraði síðasta markið í uppbótartíma.

„Við höfum verið að spila vel án þess að fá stigin fyrir það en í dag náðum við í öll stigin sem er mjög mikilvægt. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra ungu strákanna sem eru að koma í gegn, þá sérstaklega Fikayo Tomori, hann hefur lagt mikið á sig og á þetta fyllilega skilið," sagði Lampard.

„Tammy og Mason hafa líka verið frábærir. Við erum að gefa ungum leikmönnum tækifæri og þeir eru að nýta þau. Þeir eiga skilið að vera með sæti í þessu liði og ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd.

„Öll mörkin hans Tammy voru ólík í dag og það sýnir hversu miklum gæðum hann býr yfir."


Chelsea er komið með átta stig eftir fimm umferðir, líkt og Tottenham, Leicester og Manchester United.

Lærisveinar Lampard eiga fjóra heimaleiki framundan. Næstu tveir eru gegn Valencia og Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner