Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   mið 14. september 2022 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR ætlar að reyna hafa áhrif í úrslitakeppninni
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR verður í efra umspilinu þegar Besta deildin verður tvískipt eftir lokaumferð deildarkeppninnar á laugardag. KR tryggði sér sæti í efri helmingnum með sigri gegn Stjörnunni um liðna helgi.

Framundan hjá KR eru í rauninni sex leikir í þessari úrslitakeppni því liðið mætir Víkingi í lokaumferð deildarinnar á laugardag og svo aftur í úrslitakeppninni sjálfri.

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Stjarnan

Tímabilið hjá KR hefur verið vonbrigði, liðið á nær engan möguleika á að enda í Evrópusæti en getur haft áhrif á þá baráttu sem og titilbaráttuna þar sem liðið á leiki gegn þeim liðum í úrslitakeppninni.

„Við viljum reyna að klifra upp töfluna. Nú erum við í 5. sæti og viljum reyna komast þá bara næst í fjórða, sjá hvort að það sé hægt og svo skoðum við stöðuna þegar við komumst þangað, ef við komumst þangað. En fyrst og fremst að vera meðal bestu liðana í deildinni og fá að spila einn leik við þau aftur og reyna að hafa einhver áhrif á þessa keppni," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Stjörnunni.
Rúnar Kristins um sumarið: Ég er ekki sáttur, stjórnin er ekki sátt
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner