De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 14. september 2023 22:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
18 ára markvörður meistaranna: Fékk traustið í vetur og hélt rétt á spilunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað er svekkjandi að byrja á tapi eftir að hafa tryggt titilinn en stundum fellur þetta bara ekki með manni og því miður var þannig dagur í dag," sagði Fanney Inga Birkisdóttir sem er markvörður Íslandsmeistara Vals.

Valur tapaði gegn Stjörnunni í kvöld en í gær varð ljóst að Íslandsmeistaratitillinn væri í höfn þar sem Breiðablik tapaði gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Það var mjög skrítið (að spila þennan leik), það hefði verið skemmtilegra að tryggja þetta sjálfar, frekar en að sitja heima. Við vorum allar saman inni í klefa í gær, tókum smá 'We Are The Champions', en ekki mikið meira en það."

„Það er auðvitað skrítið að í rauninni þurfa ekki að vinna. En við ætluðum að reyna hafa gaman og reyndum að gera það."


Fanney er átján ára en er þrátt fyrir það aðalmarkvörður Vals sem er Íslandsmeistari þriðja árið í röð. „Já, tilfinningin er mjög góð, frábært að fá traustið og extra sætt að fá titil svo líka í hús."

„Ég held að það hafi verið einhvern tímann í febrúar (sem ég vissi að ég ætti að verða númer eitt). Svo kemur ein erlendis frá og við förum í samkeppni. Ég hélt rétt á mínum spilum og fékk að spila. Það er mjög gott að vinna þá samkeppni og byggir bara upp sjálfstraustið."

„Það var ógeðslega gaman (að spila leikina í Meistaradeildinni), frábær reynsla að fá og leikirnir ógeðslega erfiðir, þurfti að reyna mikið á mig. Það er gaman að geta sýnt hvað maður getur gert,"
sagði Fanney.

Næsti leikur Vals er gegn FH þar sem hún var á láni í fyrra og er hún spennt fyrir þeim leik. Í lok viðtals var hún spurð út í A-landsliðið sem hún var valin í á dögunum. Viðtalið má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner