
„Auðvitað er svekkjandi að byrja á tapi eftir að hafa tryggt titilinn en stundum fellur þetta bara ekki með manni og því miður var þannig dagur í dag," sagði Fanney Inga Birkisdóttir sem er markvörður Íslandsmeistara Vals.
Valur tapaði gegn Stjörnunni í kvöld en í gær varð ljóst að Íslandsmeistaratitillinn væri í höfn þar sem Breiðablik tapaði gegn Þór/KA.
Valur tapaði gegn Stjörnunni í kvöld en í gær varð ljóst að Íslandsmeistaratitillinn væri í höfn þar sem Breiðablik tapaði gegn Þór/KA.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
„Það var mjög skrítið (að spila þennan leik), það hefði verið skemmtilegra að tryggja þetta sjálfar, frekar en að sitja heima. Við vorum allar saman inni í klefa í gær, tókum smá 'We Are The Champions', en ekki mikið meira en það."
„Það er auðvitað skrítið að í rauninni þurfa ekki að vinna. En við ætluðum að reyna hafa gaman og reyndum að gera það."
Fanney er átján ára en er þrátt fyrir það aðalmarkvörður Vals sem er Íslandsmeistari þriðja árið í röð. „Já, tilfinningin er mjög góð, frábært að fá traustið og extra sætt að fá titil svo líka í hús."
„Ég held að það hafi verið einhvern tímann í febrúar (sem ég vissi að ég ætti að verða númer eitt). Svo kemur ein erlendis frá og við förum í samkeppni. Ég hélt rétt á mínum spilum og fékk að spila. Það er mjög gott að vinna þá samkeppni og byggir bara upp sjálfstraustið."
„Það var ógeðslega gaman (að spila leikina í Meistaradeildinni), frábær reynsla að fá og leikirnir ógeðslega erfiðir, þurfti að reyna mikið á mig. Það er gaman að geta sýnt hvað maður getur gert," sagði Fanney.
Næsti leikur Vals er gegn FH þar sem hún var á láni í fyrra og er hún spennt fyrir þeim leik. Í lok viðtals var hún spurð út í A-landsliðið sem hún var valin í á dögunum. Viðtalið má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir