
„Stjarnan vann 1-0 og það er bara þannig. Við svo sem hentum öllu fram í seinni hálfleik og ætluðum að jafna þennan leik. Það vantaði smá bit í okkur," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld.
Valur varð Íslandsmeistari í gær þegar ljóst varð að ekkert lið gæti náð liðinu að stigum. Tók það alla pressu í burtu fyrir leikinn í dag?
Valur varð Íslandsmeistari í gær þegar ljóst varð að ekkert lið gæti náð liðinu að stigum. Tók það alla pressu í burtu fyrir leikinn í dag?
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
„Það er alltaf pressa að spila fyrir Val, við förum í alla leiki til að vinna leikina, alveg sama hvað það er. En hugarfarslega er náttúrulega allt afslappað og fínt hjá öllum. Við unnum þennan titil, komnar með ellefu stiga forystu og búnar að vinna okkur þetta inn. En þetta var rosalega sérstakt."
Hvernig var að verða Íslandsmeistari í gær?
„Það er alltaf geggjað, alltaf besti titillinn sem maður vinnur núna. Já, mér finnst það (vera öðruvísi að verða sófameistari). Ég varð meistari 1977 með Akranesi, þar sátum við upp í stúku og horfðum á Val - Víking sem endaði 3-3 og við urðum meistarar. Ég hafði því einhvern tímann gert þetta áður."
„Það var bara rólegheit heima hjá fólki í gær. Við komum eitthvað saman í kvöld niðri í Val, en það er ekkert verið að fagna neinu fyrr en eftir mót. Það er ekki tími til þess. Eftir leikinn á sunnudag þá fara leikmenn í landsliðin og svo er bara næsti leikur eftir það," sagði Pétur.
Íslandsmeistaratitillinn er sá fjórði sem Pétur vinnur sem þjálfari kvennaliðs Vals.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir