De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 14. september 2023 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
46 árum síðar varð Pétur aftur sófameistari - „Rosalega sérstakt"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stjarnan vann 1-0 og það er bara þannig. Við svo sem hentum öllu fram í seinni hálfleik og ætluðum að jafna þennan leik. Það vantaði smá bit í okkur," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld.

Valur varð Íslandsmeistari í gær þegar ljóst varð að ekkert lið gæti náð liðinu að stigum. Tók það alla pressu í burtu fyrir leikinn í dag?

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Það er alltaf pressa að spila fyrir Val, við förum í alla leiki til að vinna leikina, alveg sama hvað það er. En hugarfarslega er náttúrulega allt afslappað og fínt hjá öllum. Við unnum þennan titil, komnar með ellefu stiga forystu og búnar að vinna okkur þetta inn. En þetta var rosalega sérstakt."

Hvernig var að verða Íslandsmeistari í gær?

„Það er alltaf geggjað, alltaf besti titillinn sem maður vinnur núna. Já, mér finnst það (vera öðruvísi að verða sófameistari). Ég varð meistari 1977 með Akranesi, þar sátum við upp í stúku og horfðum á Val - Víking sem endaði 3-3 og við urðum meistarar. Ég hafði því einhvern tímann gert þetta áður."

„Það var bara rólegheit heima hjá fólki í gær. Við komum eitthvað saman í kvöld niðri í Val, en það er ekkert verið að fagna neinu fyrr en eftir mót. Það er ekki tími til þess. Eftir leikinn á sunnudag þá fara leikmenn í landsliðin og svo er bara næsti leikur eftir það,"
sagði Pétur.

Íslandsmeistaratitillinn er sá fjórði sem Pétur vinnur sem þjálfari kvennaliðs Vals.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner