"Þetta var súrt tap, fór eiginlega allt úrskeiðis og töpuðum í dag bara fyrir betra liði " sagði Gunnar Magnús Jónsson eftir svekkjandi 4-1 tap gegn Keflavík á heimavelli í lokaumferð neðri deildar Bestu deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 4 Keflavík
"Eftir skellinn fyrir norðan þá er kannski svoldið spennufall og við lögðum það bara upp að fara inn í þennan leik og njóta þess að spila fótbolta og spila síðasta leikinn að sinni í Bestu deildinni, en mér finnst það ekki alveg takast nógu vel. Við spilum hér við frábærar aðstæður uppá stoltið en því miður gekk það ekki upp hjá okkur í dag"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Gunnar meðal annars um 16 ára dóttur sína sem skoraði mikilvægt mark í leiiknum.
Athugasemdir