Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 14. september 2024 17:28
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við náttúrulega byrjum illa. Fáum á okkur mark strax í byrjun eftir bara uppspil sem klikkar og þær refsa okkur. Fyrri hálfleikurinn heilt yfir fannst mér við spila ágætlega, við erum að ná að losa pressuna og lesa stöðurnar vel. 1-1 í hálfleik líka bara sanngjörn úrslit. Seinni hálfleikurinn fannst mér spilast vel hjá okkur,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Tindastól í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Hrefna Jónsdóttir var flott í leiknum í dag og skoraði sigurmark Stjörnunar. „Hún var frábær í dag. Bara vaxandi leikmaður sem er búin að stíga upp en það er líka að leikmennirnir í kringum hana voru sterkir.“

 Þetta var síðasti leikur Stjörnunnar á tímabilinu. Er Kalli sáttur með tímabilið frá því að hann tók við? „Já, já. Við vorum náttúrulega sorglega nálægt því að vera í efri hlutanum og maður að sjálfsögðu ekki sáttur með að það hafi munað þremur mínútum þar, gátum gert betur. Þetta er bara eins og er alltaf í fótbolta, það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, margt sem maður hefði viljað sjá örlítið betra en heilt yfir fannst mér liðið bregðast frábærlega við og stíga upp.“

Jóhannes var samningsbundin út þetta tímabil hjá Stjörnunni. Hver eru næstu skref?. „Ég verð áfram með liðið, það er orðið ljóst. ”

„Nýtur maður þess ekki bara að hafa unnið þennan leik í dag og pælir í hinu á morgun.”

Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner