Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   lau 14. september 2024 17:28
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við náttúrulega byrjum illa. Fáum á okkur mark strax í byrjun eftir bara uppspil sem klikkar og þær refsa okkur. Fyrri hálfleikurinn heilt yfir fannst mér við spila ágætlega, við erum að ná að losa pressuna og lesa stöðurnar vel. 1-1 í hálfleik líka bara sanngjörn úrslit. Seinni hálfleikurinn fannst mér spilast vel hjá okkur,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Tindastól í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Hrefna Jónsdóttir var flott í leiknum í dag og skoraði sigurmark Stjörnunar. „Hún var frábær í dag. Bara vaxandi leikmaður sem er búin að stíga upp en það er líka að leikmennirnir í kringum hana voru sterkir.“

 Þetta var síðasti leikur Stjörnunnar á tímabilinu. Er Kalli sáttur með tímabilið frá því að hann tók við? „Já, já. Við vorum náttúrulega sorglega nálægt því að vera í efri hlutanum og maður að sjálfsögðu ekki sáttur með að það hafi munað þremur mínútum þar, gátum gert betur. Þetta er bara eins og er alltaf í fótbolta, það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, margt sem maður hefði viljað sjá örlítið betra en heilt yfir fannst mér liðið bregðast frábærlega við og stíga upp.“

Jóhannes var samningsbundin út þetta tímabil hjá Stjörnunni. Hver eru næstu skref?. „Ég verð áfram með liðið, það er orðið ljóst. ”

„Nýtur maður þess ekki bara að hafa unnið þennan leik í dag og pælir í hinu á morgun.”

Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner