Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 14. september 2024 17:28
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við náttúrulega byrjum illa. Fáum á okkur mark strax í byrjun eftir bara uppspil sem klikkar og þær refsa okkur. Fyrri hálfleikurinn heilt yfir fannst mér við spila ágætlega, við erum að ná að losa pressuna og lesa stöðurnar vel. 1-1 í hálfleik líka bara sanngjörn úrslit. Seinni hálfleikurinn fannst mér spilast vel hjá okkur,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Tindastól í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Hrefna Jónsdóttir var flott í leiknum í dag og skoraði sigurmark Stjörnunar. „Hún var frábær í dag. Bara vaxandi leikmaður sem er búin að stíga upp en það er líka að leikmennirnir í kringum hana voru sterkir.“

 Þetta var síðasti leikur Stjörnunnar á tímabilinu. Er Kalli sáttur með tímabilið frá því að hann tók við? „Já, já. Við vorum náttúrulega sorglega nálægt því að vera í efri hlutanum og maður að sjálfsögðu ekki sáttur með að það hafi munað þremur mínútum þar, gátum gert betur. Þetta er bara eins og er alltaf í fótbolta, það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, margt sem maður hefði viljað sjá örlítið betra en heilt yfir fannst mér liðið bregðast frábærlega við og stíga upp.“

Jóhannes var samningsbundin út þetta tímabil hjá Stjörnunni. Hver eru næstu skref?. „Ég verð áfram með liðið, það er orðið ljóst. ”

„Nýtur maður þess ekki bara að hafa unnið þennan leik í dag og pælir í hinu á morgun.”

Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner