29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 14. september 2024 17:28
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við náttúrulega byrjum illa. Fáum á okkur mark strax í byrjun eftir bara uppspil sem klikkar og þær refsa okkur. Fyrri hálfleikurinn heilt yfir fannst mér við spila ágætlega, við erum að ná að losa pressuna og lesa stöðurnar vel. 1-1 í hálfleik líka bara sanngjörn úrslit. Seinni hálfleikurinn fannst mér spilast vel hjá okkur,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Tindastól í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Hrefna Jónsdóttir var flott í leiknum í dag og skoraði sigurmark Stjörnunar. „Hún var frábær í dag. Bara vaxandi leikmaður sem er búin að stíga upp en það er líka að leikmennirnir í kringum hana voru sterkir.“

 Þetta var síðasti leikur Stjörnunnar á tímabilinu. Er Kalli sáttur með tímabilið frá því að hann tók við? „Já, já. Við vorum náttúrulega sorglega nálægt því að vera í efri hlutanum og maður að sjálfsögðu ekki sáttur með að það hafi munað þremur mínútum þar, gátum gert betur. Þetta er bara eins og er alltaf í fótbolta, það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, margt sem maður hefði viljað sjá örlítið betra en heilt yfir fannst mér liðið bregðast frábærlega við og stíga upp.“

Jóhannes var samningsbundin út þetta tímabil hjá Stjörnunni. Hver eru næstu skref?. „Ég verð áfram með liðið, það er orðið ljóst. ”

„Nýtur maður þess ekki bara að hafa unnið þennan leik í dag og pælir í hinu á morgun.”

Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner