Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 14. september 2024 17:28
Halldór Gauti Tryggvason
Jóhannes Karl: Ég verð áfram með liðið
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl, Þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við náttúrulega byrjum illa. Fáum á okkur mark strax í byrjun eftir bara uppspil sem klikkar og þær refsa okkur. Fyrri hálfleikurinn heilt yfir fannst mér við spila ágætlega, við erum að ná að losa pressuna og lesa stöðurnar vel. 1-1 í hálfleik líka bara sanngjörn úrslit. Seinni hálfleikurinn fannst mér spilast vel hjá okkur,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Tindastól í dag.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Tindastóll

Hrefna Jónsdóttir var flott í leiknum í dag og skoraði sigurmark Stjörnunar. „Hún var frábær í dag. Bara vaxandi leikmaður sem er búin að stíga upp en það er líka að leikmennirnir í kringum hana voru sterkir.“

 Þetta var síðasti leikur Stjörnunnar á tímabilinu. Er Kalli sáttur með tímabilið frá því að hann tók við? „Já, já. Við vorum náttúrulega sorglega nálægt því að vera í efri hlutanum og maður að sjálfsögðu ekki sáttur með að það hafi munað þremur mínútum þar, gátum gert betur. Þetta er bara eins og er alltaf í fótbolta, það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, margt sem maður hefði viljað sjá örlítið betra en heilt yfir fannst mér liðið bregðast frábærlega við og stíga upp.“

Jóhannes var samningsbundin út þetta tímabil hjá Stjörnunni. Hver eru næstu skref?. „Ég verð áfram með liðið, það er orðið ljóst. ”

„Nýtur maður þess ekki bara að hafa unnið þennan leik í dag og pælir í hinu á morgun.”

Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner