Bournemouth fékk Chelsea í heimsókn í kvöld þar sem Christopher Nkunku skoraði eina markið seint í leiknum eftir undirbúning Jadon Sancho sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Það var nóg að gera hjá Anthony Taylor, dómara leiksins, en hann lyfti gula spjaldinu upp sextán sinnum. Aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í úrvalsdeildinni.
Fjórtán leikmenn fengu spjald í leiknum en það eftirminnilegasta var spjald sem Roberto Sanchez, markvörður Chelsea, fékk fyrir að brjóta á Evanilson, framherja Bournemouth, inn í teignum en Sanchez varði vítaspyrnu frá Evanilson í kjölfarið. Þá fengu stjórar beggja liða gula spjaldið.
Fyrra metið var sett í september á síðasta ári þegar þrettán spjöld fóru á loft þegar Tottenham lagði Sheffield af velli 2-1 á heimavelli. Liðið var undir þegar 98 mínútur voru komnar á klukkuna en mörk frá Richarlison og Dejan Kulusevski tryggðu liðinu sigurinn.
????????????????????????????????
— B/R Football (@brfootball) September 14, 2024
Bournemouth vs. Chelsea had the most yellow cards in Premier League history ???? pic.twitter.com/GtAchxsVfB