Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 14. október 2020 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmar Örn: Einn á bak við hann er ekki nóg
Icelandair
Hólmar í leiknum í kvöld.
Hólmar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Mér fannst við eiga góðan seinni hálfleik," sagði Hólmar Örn Eyjólfsson eftir 2-1 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Við slípuðum nokkra hluti í hálfleiknum sem við þurftum að gera varðandi færslur og svona. Mér fannst seinni hálfleikurinn hjá okkur fínn, en auðvitað leiðinlegt að tapa þessu," sagði Hólmar á Stöð 2 Sport.

Romelu Lukaku skoraði bæði mörk Belgíu. Hvernig er að glíma við mann eins og hann?

„Hann er sterkur og það er einmitt það sem við þurftum að laga í seinni hálfleiknum, við þurftum að fá einn fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann því einn á bak við hann er ekki nóg. Við náðum ágætis tökum á því eftir hálfleikinn."

„Við hefðum kannski átt að vera aðeins ákveðnari í þeim föstu leikatriðum sem við fengum. Við fengum nokkra sénsa þar og hefðum getað gert okkur meira mat úr því."
Athugasemdir
banner
banner