Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mán 14. október 2024 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Orri fær mikið lof - „Ungur drengur með mikið sjálfstraust“
Icelandair
Orri Steinn er að eiga góðan leik
Orri Steinn er að eiga góðan leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Orri Steinn Óskarsson fær mikið lof fyrir frammistöðu sína í fyrri hálfleik í leik Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli en hann gerði eina mark hálfleiksins.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Orri er einn af efnilegustu sóknarmönnum Evrópu og fullur af sjálfstrausti.

Mikael Neville Anderson fann Orra strax á 3. mínútu. Orri átti eftir að gera fullt, en hann tók boltann með sér, keyrði fram völlinn og hamraði honum síðan efst upp í hægra hornið.

„Ég myndi segja að munurinn á liðunum er Orri. Tyrkir eru ekki með neinn framherja og þeir komast í þessar stöður upp að endamörkum og maður er ekkert voðalega hræddir við þá því þeir fylla teiginn illa. Ég er að elska þennan einfalda fótbolta hjá íslenska liðinu.“

„Hann er eldfljótur og klárar þetta mjög vel. Óheppinn að vera ekki með fleiri mörk. Hann var baneitraður og þeir réðu ekkert við hann hvort sem það var Demiral eða hinn. Hann kemst utan á hann trekk í trekk, felur sig á milli þeirra, enginn ber ábyrgð á honum og hann kominn í færi,“
sagði Kári Árnason á Stöð 2 Sport.

Lárus Orri Sigurðsson finnur til með varnarlínu Tyrkja sem þarf að eiga áfram við Orra í síðari hálfleik.

„Þetta er frábært mark og þarna er ungur drengur með mikið sjálfstraust og mikla hæfileika. Mér var hugsað til hafsenta þeirra þarna. Þarna eiga þeir einhverjar 87 mínútur eftir á móti þessum dreng.“
Athugasemdir
banner