lau 14. nóvember 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Í fyrsta sinn sem San Marínó sleppur við tap tvisvar í röð
Mynd: Getty Images
San Marínó gerði markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni í dag og bætti þar með eigið met. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem San Marínó forðar sér frá tapi tvo keppnisleiki í röð.

Í síðasta landsleikjahléi gerði San Marínó markalaust jafntefli við Liechtenstein. Liðið er núna með tvö stig eftir fjórar umferðir í D-deild.

San Marínó spilaði seinni hálfleikinn gegn Gíbraltar manni færri en tókst samt að halda út í bragðdaufum leik þar sem aðeins ein marktilraun hæfði rammann.

San Marínó hefur aðeins einu sinni unnið fótboltaleik. Það var æfingaleikur gegn Liechtenstein 2014. Smáþjóðin hefur aldrei unnið keppnisleik.

Dante Rossi, varnarjaxl San Marínó, grét af hamingju að leikslokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner