Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. nóvember 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Saliba ekki að spila því hann missti báða foreldrana
Saliba sýndi frábæra takta í frönsku deildinni þar sem hann lék fyrir AS Saint-Etienne. Hér er hann í leik með varaliði Arsenal.
Saliba sýndi frábæra takta í frönsku deildinni þar sem hann lék fyrir AS Saint-Etienne. Hér er hann í leik með varaliði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það hefur vakið furðu að franski varnarmaðurinn William Saliba hafi ekki fengið tækifæri með aðalliði Arsenal frá komu sinni til félagsins fyrir um 30 milljónir evra.

Saliba var ekki skráður í Evrópudeildarhóp Arsenal og sagðist Mikel Arteta sjá eftir að hafa ekki skráð ungstirnið til leiks enda hafa mikil meiðslavandræði herjað á varnarmenn félagsins á fyrstu mánuðum tímabilsins.

Franskir fjölmiðlar greindu frá því að Saliba væri orðinn pirraður á að fá ekki tækifæri með aðalliðinu en hann hefur verið að spila fyrir varaliðið það sem af er tímabils. Raunin er þó sú að Arteta og þjálfarateymið telja Saliba ekki vera tilbúinn í enska boltann eftir mjög erfiða mánuði í hans persónulega lífi.

Saliba, sem er aðeins 19 ára gamall og af kamerúnskum ættum, er nýlega búinn að missa báða foreldra sína og vill Arteta gefa honum tíma til að jafna sig áður en hann verður notaður í aðalliðinu.

Saliba er einn af átta miðvörðum í leikmannahópi Arsenal.

Sjá einnig:
Skilja ekki hvers vegna Saliba fær ekki tækifæri með Arsenal
Meiðslavandræði í vörn Arsenal - Arteta vorkennir Saliba
Arsenal ætlar að lána William Saliba í janúar
Athugasemdir
banner
banner