Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 14. nóvember 2020 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Usain Bolt: Ronaldo myndi vinna mig í kapphlaupi
Usain Bolt, margfaldur heimsmetshafi í spretthlaupum, segir að Cristiano Ronaldo myndi vinna sig í spretthlaupi.

Bolt hefur lagt hlaupaskóna á hilluna og er fullviss um að Portúgalinn myndi vinna sig í kapphlaupi. Bolt á heimsmetið í 100m spretthlaupi en hann hljóp hraðast á 9,58 sekúndum á sínum ferli.

Ronaldo hljóp á sínum tíma hjá Real Madrid 96metra á tíu sekúndum. Nú nokkrum árum seinna er hann enn á þeim stað að hann myndi vinna Bolt í kapphlaupi.

„Cristiano myndi vinna, það er klárt," sagði Bolt við Marca.

„Hann er enn að spila og gerir hörkuæfingar á hverjum degi. Fyrir mér er hann ofuríþróttamaður. Hann er alltaf á toppnum í sinni íþrótt. Hann er alltaf einbeittur og leggur mikið á sig. Ég held að á þessum tímapuntki sé hann hraðari en ég."
Athugasemdir
banner