Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 14. nóvember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Van Nistelrooy strax í annað starf á Englandi?
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy hætti nýverið störfum hjá Manchester United eftir að hafa verið í þjálfarateymi félagsins og stýrt svo liðinu til bráðabirgða eftir að Erik ten Hag hætti.

United náði í góð úrslit hjá Van Nistelrooy en hann gæti starfað áfram á Englandi.

Í hollenskum fjölmiðlum er talað um að hann sé á lista hjá Burnley sem gæti ráðist í þjálfarabreytingar fljótlega.

Van Nistelrooy var orðaður við Burnley fyrir tímabilið en samdi þá við Man Utd. Núna er hann aftur orðaður við félagið en það er pressa á Scott Parker, stjóra liðsins, að gera vel eftir að Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Að Van Nistelrooy sé laus er ekki að hjálpa Parker en stjórnarmenn félagsins eru spenntir fyrir Hollendingnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner