Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 14. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Taka nýjum ásökunum um Coote mjög alvarlega
David Coote.
David Coote.
Mynd: Getty Images
PGMOL, samtök atvinnudómara á Englandi, segjast taka nýjum ásökunum á hendur David Coote, dómara í ensku úrvalsdeildinni „mjög alvarlega".

Coote hefur verið gríðarlega mikið í umræðunni undanfarna daga eftir að nokkurra ára gamalt myndband af honum var birt af fjölmiðlum. Í því talaði hann mjög illa um Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool.

Nú hefur staðan hjá Coote snarversnað eftir að nýtt myndband var birt í fjölmiðlum.

Í því myndbandi virðist Coote vera að innbyrða fíkniefni, en hann tók myndbandið sjálfur á EM 2024 í sumar og sendi það til vinar síns. Í myndbandinu sniffar Coote hvítt duft en hann var að vinna á mótinu sem dómari.

PGMOL segist taka ásakanirnar mjög alvarlega en nú þegar er búið að setja Coote til hliðar. Dómaraferill hans virðist vera á enda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner