lau 14. desember 2019 17:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Championship: Leeds mistókst að fara á toppinn
Leeds mistókst að fara á toppinn.
Leeds mistókst að fara á toppinn.
Mynd: Getty Images
Tuttugustu og annari umferð Championship deildarinnar lauk nú fyrir stundu með tíu leikjum.

Fyrr í dag sigraði West Brom, Birmingham. Leeds og West Brom eru í harðri baráttu um toppsætið og því skipti það Leeds miklu máli að ná í stigin þrjú þegar Cardiff kom í heimsókn. Það gerðu þeir hins vegar ekki, 3-3 jafntefli niðurstaðan þar sem Cardiff men jöfnuðu undir lokin.

Botnlið Barnsley vann stórsigur á QPR, 5-3. Brentford hafði betur gegn Fulham, 1-0, bæði liðin eru í baráttu um umspilssæti.

Jón Daði Böðvarsson lék í rúmar tuttugu mínútur í 0-1 sigri Millwall á Derby. Jón Daði og félagar eru í 11. sæti deildarinnar.

Blackburn vann Bristol City, 0-2, þessi lið eru bæði í efri hluta deildarinnar. Sheffield Wednesday vann stórsigur á Nottingham Forest, 0-4 og styrkti þar með stöðu sína í baráttunni um umspilssæti.

Preston er í 3. sæti deildarinnar en þeir unnu Luton, 2-1. Stoke og Reading gerðu markalaust jafntefli.

Swansea City hafði betur gegn Middlesbrough, 3-1. Wigan og Huddersfield skildu jöfn, 1-1.

Barnsley 5 - 3 QPR
1-0 Conor Chaplin ('7 )
1-1 Luke Amos ('12 )
2-1 Conor Chaplin ('18 )
3-1 Conor Chaplin ('52 )
3-2 Luke Amos ('54 )
4-2 Cauley Woodrow ('60 , víti)
5-2 Bambo Diaby ('82 )

Birmingham 2 - 3 West Brom
1-0 Lucas Jutkiewicz ('3 )
1-1 Grady Diangana ('10 )
2-1 Harlee Dean ('47 )
2-2 Charlie Austin ('73 )
2-3 Charlie Austin ('81 )

Brentford 1 - 0 Fulham
1-0 Bryan Mbeumo ('22 )

Bristol City 0 - 2 Blackburn
0-1 Bradley Johnson ('2 )
0-2 Adam Armstrong ('77 )

Derby County 0 - 1 Millwall
0-1 Tom Bradshaw ('25 )

Leeds 3 - 3 Cardiff City
1-0 Helder Costa ('6 )
2-0 Patrick Bamford ('9 )
3-0 Patrick Bamford ('52 , víti)
3-1 Lee Tomlin ('60 )
3-2 Sean Morrison ('82 )
3-3 Robert Glatzel ('87 )
Rautt spjald: Sean Morrison, Cardiff City ('86)

Nott. Forest 0 - 4 Sheffield Wed
0-1 Jordan Rhodes ('9 )
0-2 Jordan Rhodes ('13 )
0-3 Jordan Rhodes ('37 )
0-4 Steven Fletcher ('45 )

Preston NE 2 - 1 Luton
1-0 Paul Gallagher ('5 )
1-1 James Collins ('43 , víti)
2-1 Jayden Stockley ('84 )

Stoke City 0 - 0 Reading

Swansea 3 - 1 Middlesbrough
1-0 Andre Ayew ('22 , víti)
1-1 Marcus Tavernier ('59 )
2-1 Andre Ayew ('71 )
3-1 Sam Surridge ('73 )
Rautt spjald: ,Marcus Browne, Middlesbrough ('63)Paddy McNair, Middlesbrough ('77)

Wigan 1 - 1 Huddersfield
1-0 Josh Windass ('43 )
1-1 Karlan Grant ('69 )
Athugasemdir
banner
banner
banner