Fram 1 - 3 KR
0-1 Luke Rae
1-1 Kennie Chopart
1-2 Björgvin Brimi Andrésson
1-3 Luke Rae
0-1 Luke Rae
1-1 Kennie Chopart
1-2 Björgvin Brimi Andrésson
1-3 Luke Rae
KR-ingar eru komnir í úrslit Bose-mótsins eftir að hafa unnið Fram, 3-1, á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag.
Leikurinn byrjaði með látum en það var Luke Rae sem kom gestunum í forystu snemma leiks áður en Kennie Chopart jafnaði gegn sínum gömlu félögum með skalla eftir hornspyrnu á 22. mínútu.
Hinn 16 ára gamli Björgvin Brimi Andrésson kom KR-ingum aftur í forystu á 57. mínútu áður en Luke Rae gerði út um leikinn níu mínútum síðar.
Annar sigur KR staðreynd sem er komið áfram í úrslitaleik mótsins en liðið mætir annað hvort HK eða Víkingi. Úrslitaleikurinn fer fram í febrúar á næsta ári.
Fram mætir Aftureldingu í lokaleik A-riðils þann 20. desember en hann verður spilaður á Fram-vellinum.
????Fram 1-3 KR????
— Stuðningsmaður_1 (@LoveForbesta) December 14, 2024
??Luke Rae x2
??Björgvin Brimi
??Kennie
Luke Rae maður leiksins, leik lokið í dal draumanna https://t.co/nK0MMxiZ2Q
Athugasemdir