Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 15. janúar 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: HK 
Björk í HK (Staðfest) - Ester og Bryndís skrifa undir
Björk Björnsdóttir
Björk Björnsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björk Björnsdóttir er gengin í raðir HK frá KR. Björk er 31 árs og leikur í stöðu markvarðar. Hún lék með Fylki, Val, Avaldsnes í Noregi og fimm tímabil með HK/Víking. Hún á einnig níu leiki fyrir yngri landsliðum Íslands.

Ester Lilja Harðardóttir hefur gert samning við HK. Félagaskiptin gengu í gegn síðasta sumar frá Þrótti Reykjavík. Hún hefur einnig leikið með Aftureldingu/Fram og HK/Víkingi á sínum ferli.

Ester, sem fædd er árið 1999, spilar núna í Bandaríkjunum með Nicholls State University í háskólaboltanum og kemur til HK í vor.

Bryndís Gréta Björgvinsdóttir hefur þá skrifað undir nýjan samning við HK. Bryndís er uppalin hjá Breiðabliki en hefur leikið með Augnabliki og HK á sínum ferli. Bryndís er fædd árið 1999 og lék alla leiki HK þegar liðið endaði í 2. sæti 2. deildar í fyrra og vann sér sæti í Lengjudeildinni. Bryndís kom frá Leikni R. fyrir síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner