Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. febrúar 2021 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hemmi Hreiðars er á umsóknarblaðinu hjá Sol Campbell
Hermann Hreiðarsson þjálfar Þrótt Vogum.
Hermann Hreiðarsson þjálfar Þrótt Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann var í viðtali á X977.
Hermann var í viðtali á X977.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stefnan er alltaf að fara aftur út, það er engin spurning," segir Hermann Hreiðarsson en hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Hermann hefur átt fjölbreyttan þjálfaraferil en hann stýrir nú Þrótti Vogum í 2. deildinni. Liðið var í baráttu um að komast upp í Lengjudeildina í fyrra og setur stefnuna á að komast alla leið í sumar.

„Tímabilið var stórskemmtilegt og við vorum í færi, það gekk frábærlega. Við sáum að það er tækifæri og við stefnum klárlega á það að fara upp."



Er í teymi með Sol Campbell
Hermann hefur tvívegis verið aðstoðarmaður Sol Campbell í ensku neðri deildunum, fyrst hjá Macclesfield og svo hjá Southend. Í fyrra létu þeir af störfum hjá Southend. Það var ströggl hjá félaginu fjárhagslega og launagreiðslur ekki alltaf að skila sér til leikmanna.

„Maður hefur tekið tvö stutt ævintýri og manns annar heimavöllur er England. Ég var með Sol Campbell hjá Macclesfield og Southend. Hugurinn leitar aftur út," segir Hermann.

Sol Campbell er án starfs sem stendur en ljóst er að ef hann fær tilboð sem honum lýst vel á þá mun Hermann vera fyrsti maðurinn sem hann hringir í.

„Við erum saman í teymi sem er í hans umsóknarferli, ég er á blaðinu hjá honum. Samvinna okkar gekk mjög vel hjá Macclesfield, við vorum bara í átta vikur en við byggðum upp lið fyrir nánast engan pening. Það var rosalega lærdómsríkt. Ætli það hafi ekki rúllað um 80 leikmenn í gegnum æfingasvæðið til reynslu á fyrstu vikunum."

Allt annar þjálfari í dag
Hermann er með það markmið að verða í framtíðinni knattspyrnustjóri í enska boltanum. Hann segist hafa bætt sig mikið á þjálfaraferlinum.

„Maður er enn að læra á sjálfan sig, maður hefur verið um víðan völl að þjálfa. Maður lærir mest á sjálfan sig, að þróa sinn stíl," segir Hermann sem segist vera allt annar þjálfari í dag en þegar hann tók sitt fyrsta þjálfarastarf hjá ÍBV 2013.

„Það er himinn og haf á milli. Reynslan sem maður hefur aflað sér með því að fara til Indlands og Englands, þjálfað aðeins kvennaliðið hjá Fylki og starfað við mismunandi aðstæður. Það eru svo margir litlir hlutir sem þú þarft að koma að, skipulagið hjá manni er orðið miklu betri. Maður kom grænn bak við eyrun í þetta fyrst."

Hermann hefur einnig áhuga á því að tengjast íslenska landsliðinu að nýju, hann lék 89 landsleiki fyrir Ísland á ferlinum og segir það heillandi tilhugsun að starfa fyrir KSÍ.

„Að sjálfsögðu. Maður var þarna í sirka sextán ár og maður ber gríðarlegar taugar," segir Hermann en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Hemmi Hreiðars - Fjölbreyttur þjálfaraferill og bransasögur
Athugasemdir
banner
banner