Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 15. febrúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögulega slakt gengi hjá Dýrlingunum
Það gekk ágætlega framan af tímabili hjá Southampton en það hefur hvorki gengið né rekið hjá liðinu undanfarnar vikur.

Meiðsli hafa spilað inn í, en þannig hefur það einnig verið hjá mörgum öðrum liðum í deildinni. Breiddin er ekki alveg sú mesta hjá Dýrlingunum.

Southampton þurfti í gær að sætta sig við tap gegn Úlfunum eftir að hafa tekið 1-0 forystu í leiknum. Liðið hefur núna tapað sex deildarleikjum í röð en Southampton hefur aldrei tapað eins mörgum leikjum í röð í sögu félagsins.

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton og leikmenn hans, voru í gær ósáttir við vítaspyrnu sem Úlfanir fengu.

Southampton er núna í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner