Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álitsgjafar spá í stórleik Arsenal og Man City
Gunnar Birgisson spáir því að Arsenal verði með City í köðlunum.
Gunnar Birgisson spáir því að Arsenal verði með City í köðlunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City.
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City.
Mynd: EPA
Óskar Smári spáir í leikinn, en hann spáir sigri City.
Óskar Smári spáir í leikinn, en hann spáir sigri City.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bukayo Saka og Martin Ödegaard, stjörnuleikmenn Arsenal.
Bukayo Saka og Martin Ödegaard, stjörnuleikmenn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er sannkallaður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem tvö efstu lið deildarinnar munu eigast við. Arsenal, sem er á toppnum, tekur á móti Manchester City.

Úrslit að undanförnu hafa valdið því að toppbaráttan er orðin enn meira spennandi og það er mikið undir á Emirates í kvöld. Fyrir leikinn munar aðeins þremur stigum á liðunum, en Arsenal á þó leik til góða.

Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að spá í spilin fyrir leikinn í kvöld.

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
Arsenal 0 - 2 Man City

Ég held að Manchester City vinni þennan leik. Arsenal er að brotna hægt og rólega. City kann þetta, hefur verið í þessari stöðu áður í Premier League þar sem mikið er undir. Ég held að þetta endi með 0-2 sigri City þar sem Kevin de Bruyne skorar í fyrri hálfleik og Julian Alvarez klárar leikinn í seinni hálfleik. Einn veikasti Arsenal-maður þjóðarinnar, Breki Barkarson, sem eyðir öllum tímanum sínum inn á WhatsApp Arsenal-grúbbu, vill meina að Arsenal jarði City en hann hefur því miður rangt fyrir sér.

Gunnar Birgisson, RÚV
Arsenal 3 - 1 Man City

Þetta verða hefðbundnir kaðlar til að byrja með og tvö snögg mörk frá Saka og Ødegaard á fyrstu 15 mínútunum sem gera út um leikinn. Eftir það verður þetta sjálfstýring og þetta mikilvæga þriðja mark kemur seint í seinni hálfleik. Markið frá Manchester City kemur eftir að Arteta setur Ramsdale í hægri bakvörðinn og spilar með engan í markinu, ný og óvænt leið frá besta þjálfara fótboltans. Góða skemmtun segi ég!

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Arsenal 1 - 2 Man City

Verður fjörugur leikur. City verður meira með boltann og mun komast í 1-0 snemma í leiknum. Mahrez sér um það. Arsenal jafnar undir lok fyrri hálfleiks með marki frá besta vinstri bakverði deildarinnar, Oleksandr Zinchenko. Seinni hálfleikur verður svo aðeins lokaðri, en City klárar leikinn undir lokin með marki frá Haaland. Endar 1-2 og toppbaráttan verður bara meira spennandi eftir leik.

Sigurður Helgason, fótboltaþjálfari
Arsenal 1 - 2 Man City

Saka skorar fyrir Arsenal en Haaland og Kevin de Bruyne fyrir City. Geri ráð fyrir að City muni byrja betur en Arsenal verður sterkari eftir því sem líður á leikinn vegna þess að Arsena fær degi meira í hvíld og undirbúning fyrir leikinn. Leikurinn litast af umræðu síðustu viku þar sem City er ákært af ensku úrvalsdeildinni og svo það að VAR herbergið hafi tekið 2-6 stig af Arsenal. Rétt síðan vil ég benda á að VAR fer yfirleitt ekki mjúkum höndum um City.

Stefán Marteinn Ólafsson, Fótbolti.net
Arsenal 0 - 2 Man City

Ég hugsa að Man City taki þennan leik. Það er yfirleitt ágætis fyrirboði um að þeir séu að fara detta á 'run' þegar Gundogan byrjar að skora sem gerðist einmitt í síðasta leik gegn Villa. Stóra spurningin er hins vegar hvort Haaland gangi heill til skógar og geti spilað en hvort hann spili eða Alvarez þá held ég að City menn taki þetta, Grealish og Haaland/Alvarez með mörkin.

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Arsenal 1 - 2 Man City

Hefði leikurinn verið síðasta miðvikudag hefði spáin vafalítið verið akkúrat öfug en fyrst Pep prófaði að setja alla góðu kallana inn á í síðasta leik og sjá gírinn sem því fylgdi er erfitt að sjá Arsenal vinna. Arsenal er í mesta basli með að skora en fremstu þrír hafa skorað samtals þrjú mörk í síðustu fimm leikjum og þar af Martinelli búinn að afreima markaskóna algjörlega. Þetta verður hörkuleikur en City er með næg gæði til að taka þetta, að ég tel. Pep er 11-1-0 í Premier League gegn Arsenal og það verður 12-1-0 kl. 21.30 í kvöld.
Enski boltinn - Vanhæfir í VAR-herberginu
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner