Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. febrúar 2023 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Araujo er svarið gegn Rashford
Ronald Araujo
Ronald Araujo
Mynd: Getty Images

Manchester United heimsækir Barcelona í fyrri leik liðanna í umspili fyrir Evrópudeildina á fimmtudaginn, liðið sem vinnur einvígið mun komast í 16-liða úrslit keppninnar.


Með í för verður væntanlega Marcus Rashford sem hefur verið sjóðandi heitur á þessu tímabili. Hann er búinn að skora 21 mark í öllum keppnum, þar af 13 mörk eftir HM en enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í fimm sterkustu deildum Evrópu á þeim tíma.

Ronald Araujo varnarmaður Barcelona er með sjálfstraustið í botni og sagði fyrr á tímabilinu að hann væri að spila sinn besta fótbolta á ferlinum. Samkvæmt spænska miðlinum AS hefur Xavi sett Araujo það verkefni að stöðva Rashford.

Araujo hefur áður á þessari leiktíð fengið verkefni að stöðva Vinicius Junior leikmann Real Madrid með góðum árangri. Þá var hann færður í hægri bakvörðinn en ekki er búist við því að svo verði í þetta sinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner