Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. febrúar 2023 16:53
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar og félagar unnu og eru fjórum stigum frá toppnum
Aron í eldlínunni með Al Arabi.
Aron í eldlínunni með Al Arabi.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Al Arabi sem vann 1-0 sigur gegn Al Shamal í katörsku úrvalsdeildinni í dag.

Omar Al Somah skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu, eftir stoðsendingu frá Hilal Mohammed.

Eftir þennan sigur er Al Arabi áfram í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Al Duhail sem hefur verið á mikilli sigurbraut og vann 3-1 gegn Al Markhiya.

„Þetta var erfiður leikur. Frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki góð en það var bæting í seinni hálfleik. Þetta var mikilvægur sigur," sagði Younes Ali, þjálfari Al Arabi við heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner