banner
   mið 15. febrúar 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Töluvert minni líkur en að vinna í lottóinu
Jude Bellingham verður í eldlínunni gegn Chelsea í kvöld.
Jude Bellingham verður í eldlínunni gegn Chelsea í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þjálfararnir Halldór Árnason og Sigurður Heiðar Höskuldsson spá í leikina í Meistaradeildina.
Þjálfararnir Halldór Árnason og Sigurður Heiðar Höskuldsson spá í leikina í Meistaradeildina.
Mynd: Fótbolti.net
Scott Parker hefur ekki farið vel af stað með Club Brugge.
Scott Parker hefur ekki farið vel af stað með Club Brugge.
Mynd: EPA
Verður Mudryk á skotskónum í kvöld?
Verður Mudryk á skotskónum í kvöld?
Mynd: EPA
Meistaradeildin sneri eftir í gærkvöldi um tveggja mánaða hlé. Það eru svo tveir mjög svo áhugaverðir leikir á dagskrá í kvöld.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Halldór Árnason

Dortmund 2 - 1 Chelsea
Dortmund koma í rosalegu formi í þennan leik og hafa verið hrikalega sannfærandi síðastliðnar vikur. Eftir að hafa farið upp úr riðlinum með aðeins tvo sigra hafa þeir verið nánast ósigrandi og koma inn í þennan leik með sex leikja sigurhrinu á bakinu.

Chelsea á sama tíma á eftir að finna bæði liðið sitt og leikstílinn undir stjórn Graham Potter. Líkurnar á að þú getir giskað á liðið hjá Chelsea eru töluvert minni en að vinna í lottóinu og nýju mennirnir hafa ekki náð sér á strik. Lykilmenn eru ýmist meiddir eða að stíga upp úr meiðslum og ákvörðunin að selja besta leikmanninn sinn til Arsenal var ekki til að bæta liðið.

Dortmund vinnur nokkuð sannfærandi með tveimur mörkum frá Jude Bellingham. Mykhailo Mudryk heldur Chelsea þó inni í einvíginu með fyrsta marki sínu fyrir liðið.

Club Brugge 0 - 2 Benfica
Club Brugge gerði vel og komu á óvart í sterkum riðli þar sem þeir enduðu í öðru sæti, stigi á eftir Porto en fyrir ofan Leverkusen og Atletico Madrid. Þeir hins vegar hafa verið arfaslakir í deildinni heima fyrir og ráðningin á Scott Parker hefur því miður ekki bætt liðið.

Benfica hefur hins vegar verið frábærir undir stjórn Roger Schmidt, sem hefur minnt rækilega á af hverju hann var einn mest spennandi þjálfari heims fyrir nokkrum árum. Þeir unnu riðilinn sinn, skildu bæði PSG og Juventus eftir fyrir aftan sig og eru með afgerandi forystu í portúgölsku deildinni. Það á eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif salan á Enzo Fernandez mun hafa, en þeir vinna þennan leik 2-0 og fara áfram úr einvíginu.

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Dortmund 2 - 2 Chelsea
Tvö lið á mjög ólíku róli. Dortmund með sjö sigurleiki í röð heima fyrir á meðan Chelsea hafa verið að brasa en hljóta að fara að hrökkva í gang. Býst við opnum og skemmtilegum leik, 2-2.

Club Brugge 0 - 2 Benfica
Þó að lítið gangi upp hjá Club Brugge í deildinni heima þá hafa þeir verið magnaðir í Evrópu. Því miður fyrir Belgana þá hefur Benfica einnig verið frábært í Evrópu og er á toppnum heima fyrir. Gæðamunurinn á þessum liðum er of mikill og Portúgalarnir fara þægilega í gegnum þetta einvígi. Vinna 2-0 í kvöld og einvígi lokið.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Dortmund 1 - 1 Chelsea
Chelsea hefur verið langt frá sínu besta og þetta þarf að smella til að liðið nái jákvæðum úrslitum gegn Dortmund í kvöld. Ég held að þýska liðið verði nær því að vinna í kvöld, en Chelsea hefur verið hrifið af jafnteflum að undanförnu.

Club Brugge 0 - 1 Benfica
Það er kómískt að sjá Club Brugge í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, ekki síst í ljósi erfiðleika liðsins í deildinni heima. Benfica vinnur leikinn en Portúgalarnir verða svekktir að gera það ekki með meiri mun.

Staðan í heildarkeppninni:
Halldór Árnason - 2
Fótbolti.net - 0
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 0
Athugasemdir
banner
banner