Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 15. febrúar 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eigendur Aston Villa að kaupa 46% hlut í portúgölsku félagi
Eigendur Aston Villa eru nálægt því að ganga frá kaupum á 46% hlut í portúgalska félaginu Vitoria S.C.

Vitoria er í borginni Guimaraes og hafa viðræður verið í gangi síðustu tvö ár, en í gær tilkynnti enska félagið að mikilvægt skref hefði verið tekið í átt að því að stækka V Sports, félagið sem á Aston Villa.

Eigendurnir munu setja inn 5,5 milljónir evra í starf félagsins. Núverandi eigendur munu áfram stýra félaginu þar sem þeir eiga meirihluta í því. Vitoria á enn eftir að samþykkja kaupin á þessum 46 prósentum.

Vitori var í forkeppni Sambandsdeildarinnar í haust og er í fimmta sæti deildarinnar sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner