Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 15. febrúar 2023 10:15
Elvar Geir Magnússon
FIFA og UEFA treysta ekki enskum VAR dómurum
Enskir dómarar sáu um dómgæsluna í stórleik Paris Saint-Germain og Bayern München í Meistaradeildinni gær, með einni undantekningu þar sem VAR dómarinn er pólskur.

Michael Oliver hélt um flautuna, og dæmdi leikinn fantavel. Það er hinsvegar greinilegt að UEFA treystir ekki Englendingum til að sjá um VAR dómgæsluna því Pólverjinn Tomasz Kwiatkowski var í VAR-herberginu.

Þetta er í takt við dómaraval FIFA á HM í Katar þar sem enginn enskur dómari var valinn til að vera í VAR dómgæslu.

Einhverra hluta vegna hefur enskum dómurum gengið ótrúlega illa að tileinka sér tæknina. Tvö risastór mistök voru gerð í VAR dómgæslunni í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og sökudólgarnir Lee Mason og John Brooks voru teknir af verkefnum í kjölfarið.

Tveir leikir eru í Meistaradeildinni í kvöld, í öðrum leiknum eru allir dómararnir ítalskir og í hinum eru allir dómararnir spænskir. Líka VAR dómararnir.
Athugasemdir
banner