Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 15. febrúar 2023 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti landsleikur Karólínu síðan á EM
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er komin inn á sem varamaður í leik Íslands gegn Skotlandi á Pinatar æfingamótinu á Spáni.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Skotland

Þetta er hennar fyrsti landsleikur frá því Ísland lauk keppni á Evrópumótinu síðasta sumar. Hún lék gegn Frakklandi í 1-1 jafntefli í júlí síðastliðnum en síðan þá hefur hún ekkert spilað með landsliðinu vegna meiðsla.

Karólína, sem var einn besti leikmaður liðsins á EM, spilaði meidd í gegnum mótið. Hún hefur verið meidd aftan í læri en það hefur verið erfitt að ráða í þessu meiðsli og hefur óvissan verið nokkur.

„Þegar maður er með landsliðinu þá vill maður ekki missa af því. Maður einhvern veginn fór í gegnum þetta á hjartanu, eiginlega gleymdi þessu þegar ég var komin inn á völlinn," sagði Karólína í viðtali við Fótbolta.net fyrir nokkrum vikum síðan.

Hún fékk græna ljósið að snúa aftur inn á völlinn undir lok síðasta árs og er að komast á fullt núna. Það er frábært að sjá hana aftur með landsliðinu enda gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir liðið.
Grátlegt að missa af síðustu landsleikjum - „Aldrei heyrt um svona meiðsli"
Athugasemdir
banner
banner