Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. febrúar 2023 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá Rashford í stað Suarez
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Katalóníustórveldið Barcelona reyndi mikið að kaupa Marcus Rashford frá Manchester United árið 2019.

Frá þessu greinir Mundo Deportivo á Spáni, en á fimmtudaginn mætast Man Utd og Barcelona í fyrri leik sínum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Hinn 25 ára gamli Rashford hefur verið stórkostlegur með Man Utd á þessari leiktíð. Frá því að HM lauk þá hefur hann skorað 13 mörk í 15 leikjum.

Rashford var 21 árs þegar Barcelona gerði nokkrar tilraunir til þess að kaupa hann fyrir fjórum árum síðan, og þá átti hann 18 mánuði eftir af samningi sínum. Félagið var að leita að leikmanni til að fylla í skarð Luis Suarez og horfði til Rashford vegna þess.

Börsungar heyrðu í umboðsmanni Rashford og könnuðu möguleikann á því að fá hann. Enski framherjinn var sagður spenntur fyrir hugmyndinni en hann endaði á því að framlengja samning sinn við United. Það hjálpaði að Ole Gunnar Solskjær var stjóri Man Utd á þeim tíma en þeir áttu gott samband.

Rashford er á leið á Camp Nou á fimmtudaginn með það að markmiði að eyðileggja Evrópudrauma Börsunga. Katalóníustórveldið ætlar að reyna að stoppa Rashford með því að setja miðvörðinn Ronald Araujo gegn honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner