Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 15. febrúar 2023 12:17
Elvar Geir Magnússon
Haaland ferðaðist með til höfuðborgarinnar
Erling Haaland fór með leikmannahópi Manchester City til Lundúna en óvissa hefur ríkt um mögulega þátttöku hans í toppslagnum gegn Arsenal sem verður í kvöld.

Norski sóknarmaðurinn fékk högg á ökklann í 3-1 sigrinum gegn Aston Villa um síðustu helgi.

Pep Guardiola sagði eftir leikinn að Haaland hefði verið tekinn af velli því hann vildi ekki taka neina áhættu. Þegar Guardiola var spurður út í stöðuna á Haaland í gær vildi hann ekkert gefa upp.

„Við æfum seinni partinn, ég get ekkert sagt núna," sagði Guardiola á fréttamannafundi í gær.

Haaland ferðaðist allavega með liðinu í leikinn en það tók lest til höfuðborgarinnar í morgun. Hinn 22 ára gamli Haaland hefur skorað 25 mörk í 21 deildarleik fyrir City á tímabilinu.

City hrifsar toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Arsenal ef liðið vinnur leikinn í kvöld. City er án varnarmannsins John Stones sem er meiddur en hjá Arsenal eru Gabriel Jesus, Emile Smith Rowe og Mohamed Elneny allir á meiðslalistanum.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner