Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. febrúar 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hæðir og lægðir á fyrsta tímabilinu með FCK - „Það var rosalegt augnablik"
Mynd: Getty Images
Orri Steinn er kominn til SönderjyskE
Orri Steinn er kominn til SönderjyskE
Mynd: SönderjyskE

Orri Steinn Óskarsson framherji FCK í Danmörku var í áhugaverðu viðtali hér á Fótbolta.net en þar ræddi hann um tímann í Danmörku.


Orri er nú farinn á lán til SönderjyskE og ætlar að hjálpa liðinu að komast upp í efstu deild.

Hann byrjaði að spila með aðalliði FCK á ári en hann rifjaði upp erfitt augnablik þegar hann klikkaði á vítaspyrnu í bikarleik.

„Það er rosalega erfitt sem ungur leikmaður að stíga á punktinn og klúðra víti þar sem maður var 1-0 undir á móti lakara liði. Ég sé samt ekki eftir neinu, ég hefði alltaf stigið á punktinn, sama hvað, ég vil frekar gera mistökin heldur en að gera ekki neitt og hefði alltaf tekið þetta víti 10 sinnum þó ég hefði klúðrað," sagði Orri.

„Það var erfitt á þessum tímapunkti að kyngja því. Það var erfitt að leggjast á koddann um kvöldið en sem betur fer var ég með góðan þjálfara sem ég tók gott spjall við og það hjálpaði mér í gegnum þetta. Hann sagði við mig að þetta skipti engu máli þegar horft er til lengri tíma. Það var bara áfram gakk og upp með hausinn og hann hefur enn fulla trú á mér."

Það var þó ekki eingöngu lægðir á tímabilinu heldur lék hann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni.

„Það er stress, maður trúir þessu eiginlega ekki. Þetta er stærsta keppni í heiminum, þú ert að keppa á móti leikmönnum sem þú hefur bara spilað með í FIFA. Öll stærðin við þetta, maður kemur inn á í fyrsta leiknum á Sevilla vellinum, algjör gryfja og við þurfum að skora og að þjálfarinn setti mig inná á þeim tímapunkti sýnir að hann hafði trú á því að ég gæti komið inná og breytt leiknum. Það var rosalegt augnablik," sagði Orri.

„Þegar það eru svona margir að horfa þá þýðir ekkert að hugsa út í það. Þetta er bara hver annar fótboltaleikur, sama hvort þú værir að spila fyrir framan 20 eða 40 þúsund þá ertu alltaf að fara gera sömu hlutina."


Orri Steinn: Þá hefði ég hlegið í andlitið á þér
Athugasemdir
banner