Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. febrúar 2023 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haukur Andri spilar með landsliðinu gegn félagsliði sínu
Haukur Andri fagnar hér marki með ÍA.
Haukur Andri fagnar hér marki með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA segir frá því á samfélagsmiðlum í dag að meistaraflokkur félagsins muni spila æfingaleik við U19 landslið karla.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, valdi æfingahóp í síðustu viku sem mun taka þátt í þessum leik.

Þetta er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla undankeppni EM 2023, en Ísland er þar í riðli með Tyrklandi, Englandi og Ungverjalandi. Riðillinn verður leikinn á Englandi 22.-28. mars næstkomandi.

Haukur Andri Haraldsson, leikmaður meistaraflokks ÍA, er á meðal leikmanna í U19 landsliðinu en hann mun spila gegn sínu eigin félagsliði í kvöld.

„Ykkur er velkomið að kíkja í höllina klukkan 20:00 á miðvikudaginn og horfa á þennan áhugaverða leik," segir í tilkynningu frá ÍA en leikurinn fer fram í Akraneshöllinni.

Hægt er að sjá hópinn hjá U19 landsliðinu fyrir leikinn í kvöld með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner