Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. febrúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn PSG báðu stuðningsmenn afsökunar
Ekki góður dagur hjá PSG í gær
Ekki góður dagur hjá PSG í gær
Mynd: EPA

PSG tapaði gegn Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.


Leiknum lauk með 1-0 sigri þýska liðsins en leikurinn fór fram í París. Kingsley Coman, sem er uppalinn hjá PSG skoraði markið.

PSG spilaði mjög illa og sá ekki til sólar í fyrri hálfleik. Kylian Mbappe, sem byrjaði á bekknum þar sem hann er að jafna sig af meiðslum, kom inn á snemma í síðari hálfleik og hleypti lífi í leik liðsins.

 Það dugði þó ekki til en leikmenn liðsins voru eftir á vellinum þegar búið var að flauta til leiksloka og gengu upp að hörðustu stuðningsmönnum liðsins og báðu þá afsökunar á tapinu og slæmri frammistöðu.

Þetta var fimmta tap liðsins á þessu almanaksári til þessa en liðið tapaði fjórum leikjum á öllu síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner