Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. febrúar 2023 08:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á Abraham - Arsenal vill Lautaro
Powerade
Tammy.
Tammy.
Mynd: EPA
Mason Greenwood til Tyrklands?
Mason Greenwood til Tyrklands?
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin um borð í slúðurlestina. Abraham, Bellingham, Lautaro og Maddison eru meðal farþega. BBC tók saman helstu kjaftasögurnar úr ensku götublöðunum og víðar.

Manchester United hefur áhuga á enska sóknarmanninum Tammy Abraham (25) sem er hjá ítalska félaginu Roma. (Caught Offside)

Chelsea er tilbúið að blanda sér í baráttuna um enska landsliðsmanninn Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund, þrátt fyrir að hafa eytt yfir 600 milljónum punda síðustu tvo glugga. Bellingham er metinn á 100 milljónir. (Telegraph)

Leicester hefur sett upp í næsta gír í viðræðum við James Maddison (26) um nýjan samning. Maddison er samningsbundinn út næsta tímabil og mörg félög hafa áhuga. (Telegraph)

Spænski framherjinn Ansu Fati (20) hefur ekki í hyggju að yfirgefa Barcelona. Tottenham, Arsenal og Bayern München hafa gert tilboð og Manchester United sýnt áhuga. (Mundo Deportivo)

Arsenal hefur endurnýjað áhuga sinn á argentínska framherjanum Lautaro Martínez (25) hjá Inter. (Football Insider)

Tottenham skoðar það að fá marokkóska markvörðinn Yassine Bounou (31), þekktur sem Bono, frá Sevilla. Tottenham leitar að manni sem getur tekið við keflinu af hinum 36 ára Hugo Lloris. (AS)

Aston Villa býst við tilboðum í markvörðinn Emiliano Martínez (30) í sumar en hann vann HM með Argentínu. Það er þó engin pressa á Villa að selja þar sem Martínez er samningsbundinn til 2027. (Mail)

Brasilíski framherjinn Rodrygo (22) segist hafa verið búinn að gera munnlegt samkomulag við Barcelona áður en hann fór til Real Madrid. (Goal)

Fenerbahce í Tyrklandi hefur áhuga á framherjanum Mason Greenwood (21) frá Manchester United. Kærur á hans hendur voru látnar niður falla nýlega. (FotoSpor)

Leeds þyrfti að borga Al-Ittihad um 5,3 milljónir punda í bætur til að fá stjórann Nuno Espirito Santo á Elland Road. (Telegraph)

Manchester United hefur áhuga á spænska hægri bakverðinum Ivan Fresneda (18) hjá Real Valladolid. Hann er feikilega eftirsóttur. (Football Insider)

Athletico Paranaense hefur hafnað tilboði frá Barcelona og tveimur öðrum félögum í brasilíska sóknarmanninn Vitor Roque (17) sem er sagður á blaði hjá Arsenal. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner