Franska blaðið L'Equipe var ekki að hlífa mönnum í einkunnagjöf sinni eftir 1-0 tap PSG gegn Bayern München í Meistaradeildinni í gær. Bayern var mun betra liðið í leiknum og yfirspilaði PSG á löngum köflum.
Stórstjörnurnar Lionel Messi og Neymar voru báðir afskaplega slakir í leiknum og fengu aðeins 3 af 10 í einkunn.
Stórstjörnurnar Lionel Messi og Neymar voru báðir afskaplega slakir í leiknum og fengu aðeins 3 af 10 í einkunn.
Messi, sem dró sig aftar á völlinn til að reyna að komast inn í leikinn, var gagnrýndur fyrir að hafa lítil áhrif á leikinn. Neymar fékk gagnrýni fyrir að gera ekki betur með boltann og fyrir ömurlegar ákvarðanatökur á síðasta þriðjungi.
Stjórinn Christophe Galtier fær 3 af 10 líkt og Messi og Neymar. Galtier þótti sýna hugrekki með því að láta hinn sextán ára gamla Warren Zaïre-Emery byrja en táningurinn fékk líka 3 í einkunn.
Meðaleinkunn PSG var 3,9 en besti maður vallarins var Dayot Upamecano sem fékk 8 af 10. Hann hélt Messi og Neymar í skefjum.
Athugasemdir