Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 15. febrúar 2023 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orðrómur um að Partey verði ekki með í kvöld
Mynd: Getty Images
Einhver orðrómur er um að Thomas Partey verði ekki með Arsenal þegar liðið mætir Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Partey æfði í gær en sagan er sú að hann hafi ekki sést með liðsfélögum sínum fyrir leikinn og hann sé frá vegna meiðsla. Partey er algjör lykilmaður hjá Arsenal og hafa hann og Granit Xhaka myndað ansi öfluga miðju.

„Allir sem voru með okkur í síðasta leik verða til taks nema eitthvað furðulegt gerist í dag," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á fréttamannafundi í gær.

Ef Partey er ekki með er líklegt að annað hvort Jorginho eða Oleksandr Zinchenko verði á miðsvæðinu með Xhaka og Martin Ödegaard í leiknum.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verða byrjunarliðin opinberuð klukkutíma fyrir leik. Það verður fróðlegt að sjá hvort Partey verði með og hvort Erling Braut Haaland verði í byrjunarliði City. City fer í toppsæti deildarinnar með sigri í kvöld en Arsenal getur tvöfaldað forskot sitt á toppnum með sigri.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner