Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. febrúar 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Parker stýrir sínum fyrsta Meistaradeildarleik
Scott Parker hefur aðeins unnið einn af sjö deildarleikjum sem stjóri Club Brugge.
Scott Parker hefur aðeins unnið einn af sjö deildarleikjum sem stjóri Club Brugge.
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Scott Parker stýrir í kvöld sínum fyrsta Meistaradeildarleik á ferlinum. þegar Club Brugge tekur á móti Benfica í 16-liða úrslitum. Parker var ráðinn stjóri belgíska liðsins um síðustu áramót.

Parker er fyrrum stjóri Fulham og Bournemouth.

Club Brugge er komið í útsláttarkeppnina í fyrsta sinn síðan núverandi fyrirkomulag var tekið upp.

„Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir alla hjá félaginu. Þetta er stórt tækifæri fyrir okkur og við verðum að njóta þess, ásamt því að reyna að setja mark okkar á keppnina," segir Parker.

Meðan Club Brugge hefur komið á óvart í Evrópu hefur liðið verið í brasi í belgísku deildinni og er 20 stigum á eftir toppliði Genk. Club Brugge er í fjórða sæti eftir 1-1 jaftnefli gegn Union Saint-Gilloise síðasta föstudag.

Parker hefur aðeins unnið einn af sjö deildarleikjum sem hann hefur stýrt hjá Club Brugge.

„Auðvitað erum við að fara að mæta mun sterkari andstæðing en við erum vanir í belgísku deildinni og við þurfum að bera virðingu fyrir því. Við þurfum að skilja að við erum að fara að mæta verulega öflugu liði í Benfica, sem hefur gæði um allan völl. Við þurfum að ná að núlla út það sem Benfica mun reyna að gera gegn okkur. Vonandi náum við því og getum sært þá þegar við fáum tækifæri," segir Parker.

Þó hann hafi aldrei verið stjóri í Meistaradeildinni þá lék hann í keppninni á leikmannaferli sínum hjá Chelsea.

CHAMPIONS LEAGUE: 1/8 Final
20:00 Dortmund - Chelsea
20:00 Club Brugge - Benfica
Athugasemdir
banner
banner
banner