Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. febrúar 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Sarr og Skipp fá verðskuldað lof
Pape Matar Sarr var kraftmikill fyrir Tottenham í gær.
Pape Matar Sarr var kraftmikill fyrir Tottenham í gær.
Mynd: Getty Images
Breiddin í leikmannahópi Tottenham er ekki sú besta og margir stuðningsmenn liðsins höfðu stórar áhyggjur þegar þeir sáu að Oliver Skipp og Pape Matar Sarr voru á miðjunni í fyrri leiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

Þeir voru að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Tottenham í keppninni og fengu tækifærið vegna meiðsla Yves Bissouma og Rodrigo Bentancur, og leikbanns Pierre-Emile Höjbjer.

AC Milan vann 1-0 sigur í Mílanó en Tottenham er svo sannarlega enn með í einvíginu af fullum krafti, seinni leikurinn verður í Lundúnum þann 8. mars. Skipp og Sarr fengu verðskuldað lof frá stjóranum Antonio Conte eftir leikinn í gær.

„Ég er virkilega sáttur með báða leikmenn, Pape Sarr og Skippy spiluðu afskaplega vel. Þeir endurguldu traustið sem við sýndum þeim,“ sagði Conte.

„Það má ekki gleymast að við erum með þrjá miðjumenn heila og þurfum kannski að spila með þrjá miðjumenn út tímabilið. Þessi frammistaða róar taugarnar því ég veit að það er 100% hægt að stóla á þá."

Sarr er 20 ára og sýndi þroskaða frammistöðu, hann átti fleiri snertingar á boltann (76) og fleiri sendingar (59) en nokkur annar leikmaður á vellinum. Þá varðist hann vel. Skipp, sem er 22 ára, sýndi líka öryggi og yfirvegun í sinni spilamennsku fyrir framan 74.320 áhorfendur.

„Ég og Pape skiluðum okkar á miðsvæðinu, það voru hlutir sem við gerðum vel og líka hlutir sem við hefðum getað gert betur. Það var gott að fá traustið," sagði Skipp.


Athugasemdir
banner
banner
banner