Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 15. febrúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Ziyech sé leikmaðurinn sem Tottenham vantar
Mynd: EPA

Rafael van der Vaart fyrrum leikmaður Tottenham segir að Tottenham bráðvanti sóknarsinnaðan miðjumann.


Hann er með leikmanninn sem liðinu vantar en hann segir að svarið sé Hakim Ziyech leikmaður Chelsea.

„Það vantar svolítið upp á. Ég hef alltaf sagt að þeim vanti klassíska 'tíu'. Miðjan með Pierre-Emile Hojbjerg og Rodrigo Bentancur, þegar hann er heill, er góð. Þeim vantar þó leikmann sem getur fengið boltann á milli línanna og búið til pláss hlaupið á varnarmenn og gefið á Son og Kane," sagði Van der Vaart.

„Kane verður að spila þá stöðu, droppa niður og sækja boltann, koma honum í spil og komast inn á teiginn til að klára sóknirnar. Það er of mikið fyrir hann, hann er framherji, hann verður að vera í varnarmönnunum og skora mörk. Þeim vantar eitthvað í 'tíu' svæðið, ég held að svarið sé Hakim Ziyech. Hann er ekki sáttur hjá Chelsea og ég er mikill aðdáandi. Ef hann kemur eru vandamálin úr sögunni. Þeim vantar ekki mikið meira."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Van der Vaart tjáir ást sína á Ziyech en hann var í molum þegar Ziyech gekk til liðs við Chelsea frá Ajax árið 2020. Ziyech var á leið til PSG í janúar á láni en þau skipti gengu ekki í gegn.


Athugasemdir
banner
banner
banner