mið 15. febrúar 2023 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir að sonur sinn hafi verið ofarlega á lista hjá Bayern
Kasper Schmeichel.
Kasper Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel hefur greint frá því að þýska stórveldið Bayern München hafi verið nálægt því að semja við son sinn til að fylla í skarð Manuel Neuer.

Manuel Neuer, aðalmarkvörður Bayern, slasaðist á skíðum eftir HM í Katar og spilar ekki meira á tímabilinu.

Bayern ákvað því að sækja sér markvörð í janúar og endaði á því að kaupa Yann Sommer, landsliðsmarkvörð Sviss.

Kasper Schmeichel, fyrrum markvörður Leicester og núverandi markvörður Nice í Frakklandi, var greinilega einnig ofarlega á lista, eða það segir faðir hans - sem er mikil goðsögn - allavega.

„Yann Sommer er í markinu en sonur minn hefði getað verið þarna," sagði Schmeichel í útsendingu CBS frá Meistaradeildinni í gær.

„Það tók langan tíma fyrir Bayern að ná samkomulagi um kaup á Sommer. Þeir voru líka í viðræðum við son minn. Ég hefði getað verið að horfa á hann hita upp hérna en því miður gekk það ekki eftir."

Kasper Schmeichel er 36 ára gamall og á að baki 89 A-landsleiki fyrir Danmörku. Hann gekk í raðir Nice síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner